Tonn af smámynt til sölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 21:00 Gylfi Gylfason. Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira