Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 20:00 Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira