Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. 19.5.2017 17:53
Gjaldkeri Vinstri grænna hópfjármagnar fyrstu íbúðarkaupin Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum. 19.5.2017 09:00
Lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks ekki að neita sér um avókadó og latté Ástralski milljónamæringurinn Tim Gurner lenti heldur betur í samfélagsmiðlastormi í vikunni eftir að brot úr viðtali við hann í 60 mínútum fór eins og eldur í sinu um netheima. 18.5.2017 12:03
Kári ritar opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar: Losið okkur við Óttar Proppé Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer hörðum orðum um Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og formann flokksins. 18.5.2017 08:19
Chris Cornell látinn Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri. 18.5.2017 07:55
Fimm atriði í málsvörn Ólafs sem stangast á við skýrsluna og önnur gögn Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. 17.5.2017 16:24
Til skoðunar að lengja opnunartíma tippsins Það skýrist að öllum líkindum í dag hvort að opnunartími tippsins í Bolaöldum verði lengdur en fjallað hefur verið um það að verktakinn sem vinnur að framkvæmdunum á Miklubraut sé bundinn af opnunartíma tippsins þessa dagana þar sem hann þarf að komast í að losa sig við jarðveg. Tekið er á móti honum í tippnum. 17.5.2017 12:15
Emmsjé Gauti ber að ofan með barnavagn í nýju myndbandi Við lagið Lyfti mér upp af plötunni Sautjándi nóvember. 17.5.2017 10:30
Fasteignaverð aldrei verið hærra Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá. 17.5.2017 10:10