Sunna Kristín Hilmarsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Svekkt og samningslaus suður með sjó

Fjöldi fólks sem taldi að það myndi á næstu vikum og mánuðum flytja inn í leiguíbúðir á Ásbrú á Reykjanesi fékk í gær símtal frá leigufélaginu, Ásbrú íbúðir ehf., þar sem þeim var tilkynnt að í stað þess að íbúðirnar færu í leigu myndu þær verða seldar á almennum markaði.

Talið stórkostlegt gáleysi að senda sms undir stýri

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfu konu sem keyrði bíl sínum framan á aðra bifreið á Reykjanesbraut í október 2014. Konan ók bílnum yfir á rangan vegarhelming sem varð til þess að að hún lenti framan á bifreiðinni.

Verktakinn við Miklubraut bundinn af opnunartíma tippsins

Björn Sigurðsson, eigandi og forstjóri Bjössa ehf., verktakafyrirtækisins sem vinnur að framkvæmdum við Miklubraut segir að hann sé bundinn af opnunartíma jarðvegstippsins í Bolöldu og geti því ekki unnið verkið hraðar.

Mexíkóskur verðlaunablaðamaður skotinn til bana

Mexíkóskur blaðamaður, Javier Valdez, sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir skrif sín um eiturlyfjabaróna landsins, var skotinn til bana í gær í Sinaloa-héraði í norðvesturhluta Mexíkó.

Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina

Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag.

Súperdósin hverfur af markaðnum

Eins og áður hefur verið greint frá verður á næstunni nokkuð breytt vöruframboð í dósum og gleri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið flytur nú inn gosdrykki í dósum og gleri frá Svíþjóð. Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum.

Sjá meira