„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. 15.6.2017 22:00
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15.6.2017 20:18
Aflýsa tónleikum vegna veikinda Jökuls Hljómsveitin Kaleo hefur aflýst átta tónleikum sem fara áttu fram í sumar víðs vegar um heiminn vegna veikinda Jökuls Júlíussonar, söngvara sveitarinnar. 15.6.2017 18:28
Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. 15.6.2017 17:46
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14.6.2017 22:56
Þrjú í haldi í Frakklandi grunuð um aðild að 30 ára gömlu, óupplýstu morðmáli Par á áttræðisaldri og ein kona hafa verið handtekin grunuð um aðild að rúmlega 30 ára gömlu, óupplýstu morðmáli í Frakklandi. Glæpurinn vakti á sínum tíma mikinn óhug í landinu en Grégory Villemin var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann fannst látinn í Vologne-ánni í austurhluta Frakklands. 14.6.2017 22:20
Manndráp í Mosfellsdal: Búið að yfirheyra alla sakborninga aftur Búið er að yfirheyra alla sakborninganna í manndrápsmálinu í Mosfellsdal aftur að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14.6.2017 20:30
Vann rúmar 800 milljónir króna í Víkingalottó Einn Dani hafði heppnina með sér í kvöld þegar hann vann 832 milljónir króna í Víkingalottói. Daninn var með allar sex tölurnar réttar auk svokallaðrar Víkingatölu en enginn var með 2. vinninginn, það er sex tölur réttar. 14.6.2017 19:49
Lögreglan vildi skerða ferðafrelsi ungs hælisleitanda Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á dögunum úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að ungur hælisleitandi þyrfti að halda sig á dvalarstað sínum, það er í húsnæði Útlendingastofnunar í Reykjavík, og mætti ekki fara út fyrir svæði sem afmarkaðist af 50 metra radíus umhverfis húsnæðið. 14.6.2017 19:12