Fatimusjóðurinn gefur 8,6 milljónir til barna í Jemen Fatimusjóðurinn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir heitin stofnaði, afhenti UNICEF í dag 8,6 milljónir króna en fjármunirnir eru afrakstur söfnunar sem Jóhanna stóð fyrir allt þar til hún lést í maí síðastliðnum sem og afrakstur skákmaraþons Hrafn Jökulssonar og Hróksins. 14.6.2017 18:03
Trump segir að ný heilbrigðislöggjöf Repúblikana sé „andstyggileg“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að ný heilbrigðislöggjöf, The American Health Care Act, sem samþykkt var af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmum mánuði sé "andstyggileg“ og að hann vilji löggjöf sem sé "rausnarlegri.“ 13.6.2017 23:41
Macron segir að dyr ESB standi Bretum opnar snúist þeim hugur Frakklandsforseti og forsætisráðherra Bretlands funduðu í dag. 13.6.2017 22:43
Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13.6.2017 21:17
Flug WOW air frá Miami féll niður vegna bilunar Flug WOW air númer 132 frá Miami til Keflavíkur sem fara átti eftir tæpan klukkutíma var fyrr í dag fellt niður vegna bilunar í einni af þremur Airbus 330-þotum flugfélagsins. 13.6.2017 19:49
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13.6.2017 19:11
Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13.6.2017 18:00
Dennis Rodman á leiðinni til Norður-Kóreu Körfuboltastjarnan Dennis Rodman er á leiðinni til Norður-Kóreu og er búist við því að hann lendi þar á morgun, þriðjudag. Greint er frá þessu á vef CNN en þar segir að fréttamenn miðilsins hafi rekist á Rodman á flugvellinum í Beijing. Rodman vildi hins vegar ekki svara neinum spurningum blaðamanna. 12.6.2017 23:15
May bað þingmenn Íhaldsflokksins afsökunar Theresa May, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið þingmenn flokksins afsökunar á gengi hans í kosningunum í síðustu viku. 12.6.2017 22:02
Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. 12.6.2017 20:13