Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3.11.2024 16:59
Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í kosningunum til Alþingis fer fram í Þjóðminjasafninu í dag klukkan þrjú. Fundinum verður streymt á Vísi. 3.11.2024 14:01
Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. 2.11.2024 23:37
Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Bólusetningar við lömunarveiki hófust á ný í Norðurhluta Gasa í morgun eftir að seinkun varð á vegna aukinna árása Ísraelshers í október. Stefnt er á að bólusetja á annað hundrað þúsund barna við sjúkdómnum. 2.11.2024 22:25
Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. 2.11.2024 20:15
Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Margt var um manninn þegar hinn svokallaði J-dagur var haldinn hátíðlega í gærkvöldi. „Snjórinn fellur“ kallast sá viðburður þegar jólabjórinn kemur til byggða 1. nóvember ár hvert. 2.11.2024 19:08
Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Óalgeng tegund regnboga gnæfði yfir Reykjavík í dag en regnboginn var nærri alveg litlaus. 2.11.2024 18:02
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23.10.2024 00:03
„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. 23.10.2024 00:02
Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. 22.10.2024 21:31