Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mót­mælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara.

Leit vegna neyðarsendis frestað

Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar.

Falla frá hluta á­kæru vegna tunnumót­mælanna

Ákæruvaldið hefur ákveðið að falla frá þeim hluta ákæru á hendur Anahitu Babaei og Elissu May Philipps sem varðar brot gegn lögum um siglingavernd vegna hvalveiðimótmælanna í september 2023. 

Fíkniefnarannsókn á Raufar­höfn „langt frá því að vera lokið“

Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs.

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Óskar úr fjar­skiptum í fiskinn

Óskar Hauksson hefur verið ráðinn fjármálastjóri landeldisfyrirtækisins First Water. Greint var frá því í gær að hann hefði óskað eftir starfslokum sem fjármálastjóri Símans eftir fjórtán ára starf. 

Grunur um listeríu í vin­sælum ostum

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Hóta enn á ný að út­hýsa vin­sælli „spýtukarlanekt“ Hug­leiks

Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. 

Sjá meira