Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. 6.8.2025 13:30
Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum. 6.8.2025 11:35
Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. 6.8.2025 11:02
Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. 6.8.2025 00:36
Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. 6.8.2025 00:07
Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. 5.8.2025 22:51
Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagðist í viðtali á dögunum nota gervigreindartól á borð við ChatGPT og LeChat í embættisstörfum sínum. Fyrir það hefur hann verið gagnrýndur þar í landi. 5.8.2025 21:26
Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. 5.8.2025 20:36
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5.8.2025 20:13
Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 5.8.2025 18:46