Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23.3.2024 16:53
Cameron Diaz eignaðist son Stórleikkonan Cameron Diaz og Benjamin Madden tónlistarmaður hafa eignast sitt annað barn saman. 23.3.2024 14:53
Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið. 23.3.2024 14:25
Bjarnheiður hættir sem formaður SAF Bjarnheiður Hallsdóttir mun láta af störfum sem formaður Samtaka ferðaþjónustunnar eftir sex ára setu. Félagsmenn samtakanna kusu nýja stjórn á aðalfundi á fimmtudaginn. 23.3.2024 11:43
Svandís enn í leyfi þrátt fyrir tilkynningu um annað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er enn í veikindaleyfi þrátt fyrir að fram komi á vef Alþingis að hún taki sæti á þinginu á ný í dag. 23.3.2024 11:26
Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. 23.3.2024 10:29
Minnst 133 látnir og fjórir grunaðir handteknir Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið ellefu í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi. Fjórir þeirra handteknu eru grunaðir um aðild að árásinni, en í henni létust að minnsta kosti 133. 23.3.2024 09:43
Níu bónorðsbréf til sömu konunnar innblásturinn að nýjustu plötunni Tónlistarkonan Emilíana Torrini stefnir á að gefa út sína fyrstu sólóplötu í tíu ár í júní. Innblásturinn að plötunni má segja að sé ævintýri líkastur en lögin á plötunni fjalla um níu bónorðsbréf sem móðir vinkonu hennar fékk á lífsleiðinni og fundust eftir að hún dó. 22.3.2024 23:34
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22.3.2024 23:00
Starfsemi í lóninu vart forsvaranleg að mati lögreglu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur vart forsvaranlegt að halda úti starfsemi í Bláa lóninu við núverandi aðstæður en hætta er talin á loftmengun vegna eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. 22.3.2024 22:12