Lifði af sjóslys og tekur nú forsetaslaginn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. apríl 2024 17:59 Eiríkur Ingi Jóhannsson hefur bæst í hóp fjölmargra forsetaframbjóðenda. Facebook Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Eiríkur öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann segist tilbúinn að taka slaginn. Í framboðsyfirlýsingu sem Eiríkur sendi fjölmiðlum segist hann hafa lengi hugsað til embættis forseta lýðveldisins og fundist það kalla til sín. „Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig. Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almenningssjónir,“ segir Eiríkur í yfirlýsingunni. Eini sem lifði af Eiríkur réð sig sem vélstjóra á fiskiskipið Hallgrím SI-177 í janúar 2012 en skipið hafði verið selt til Noregs og átti að sigla þangað. Þegar skipið var statt undan ströndum Noregs þann 25. janúar gerði mikið óveður, gríðarmikið brot kom á skipið, það lagðist á hliðina og sjór fór að streyma inn í það. Eiríkur Ingi og aðrir skipverjar reyndu í kjölfarið að koma sér í björgunargalla og koma út björgunarbáti. Það gekk ekki sem skyldi og létust allir þrír skipsfélagar Eiríks en skipið sökk á innan við fimm mínútum. Eiríki tókst hins vegar að koma sér í flotgalla og var í sjónum í um fjórar klukkustundir áður en norska strandgæslan kom auga á hann úr þyrlu, bjargaði honum og flutti á sjúkrahús. Hann sagði sögu sína í Kastljósi sama ár og slysið varð. Viðtalið vakti mikla athygli og var Eiríkur valinn maður ársins, meðal annars á Bylgjunni og Rás 2. Fjórum árum síðar hafði hann betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Var TM dæmt til þess að greiða honum tæplega 13 milljónir króna en fyrir dómi var deilt um hvað ætti að miða við þegar kæmi að bótum vegna 35% örorku sem Eiríkur Ingi hlaut í slysinu. Betri manneskja eftir allt Í framboðsyfirlýsingunni segir hann mikla lífsreynslu fyrir manneskju sem njóti sín í fámenni og einveru að hafa deilt sögunni með almenningi. „Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífsreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur eru jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi.“ Að mati Eiríks þarf forseti að hafa skilning á stjórnarskránni, gott innsæi og kænsku. Þá verði forseti að hafa þann eiginleika að geta haft persónulegar skoðanir til hliðar og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta beri að gæta þess að lög samræmist stjórnarskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meirihlutans. „Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki, Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífsreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki,“ segir í yfirlýsingunni. Eiríkur segist hafa gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til áformanna og fengið góðar móttökur. Hann sé kominn vel á veg með undirskriftasöfnun á pappír og opna á næstunni rafræna söfnun á vef island.is. Yfirlýsingu Eiríks í heild sinni má nálgast hér að neðan. Komið sæl kæru landar,Ég Eiríkur Ingi Jóhannsson hef lengi hugað til embættis forseta lýðveldis okkar og til margra ára hefur mér fundist það kalla til mín. Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig. Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almennings sjónir.Fyrir manneskju sem nýtur sín í fámenni og einveru hefur það verið mikil lífsreysla að deila með ykkur hluta af mínu lífi. Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífsreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur eru jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi. Ég hef lært að lífið fari í sinn besta farveg ef ég hlusta á minn innri mann og því hef ég ákveðið að reyna að komast að sem forseta frambjóðandi og leita því til ykkar, Ég verð vonandi málefnalegur og næ hylli ykkar. Forseti þarf, að mínu mati fyrst og fremst að hafa skilning á þeirri stjórnarskrá sem hann heitir eið eða drengskapar heit við embættistöku sinni og vinni samkvæmt henni, Forseti lýðveldisins þarf að hafa gott innsæi, kænsku og geti verið séður hvert málefni þjóðarinnar geta leitt.Góður forseti vinnur best í trúnaðar-samtölum, þar sem hann reynir að beita áhrifum sínum ef þörf er á.Ef svo fer á forseti að nota það vald sem honum er veitt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins til að grípa í þegar einstaka mál krefjast þess.Vald er vand-með-farið. Verður forseti að hafa þann eiginleika að geta lagt til hliðar persónulegar skoðanir og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta ber að gæta þess að lög samræmist stjórnarskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meiri hlutans. Vera hlutlaus gegn öllum stjórnmálaöflum og gæta sanngirni bæði gagnvart ríkisráði, þingi og fyrst og fremst almenningi landsins...Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki. Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífsreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki. Það er mikil fórn að stíga úr sínu lífi og setja sig í það hlutverk að vera forseti lýðveldisins þar sem heil þjóð horfir til manns af væntingu um að þú sért sá forseti sem þau sjá fyrir sér. Hvert spor eftir embættistöku ert þú forseti þjóðarinnar bæði í leik og starfi. Margt úr fyrra lífinu þarf þá að lúta fyrir þessu nýja hlutverki. Á þessari leið minni að tilkynna ykkur að ég Eiríkur Ingi Jóhannsson er tilbúinn að verða forseti þjóðarinnar. Hef ég gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til þessa áforma minna. Oft hef ég gefið mér tíma að spjalla við fólk um þjóðmálin og embættið og fengið góðar móttökur. Hef ég séð að þetta stóra skref eigi erindi við mig. Hef ég því ákveðið að halda áfram að leita til ykkar.Ég er komin vel á veg með meðmælendasöfnun mína á pappír. Mun ég halda áfram að leita til ykkar og opna á næstunni rafræna söfnum meðmælanda á island.is Það er ljóst að mörg stór mál hvíla á þjóðinni, sum hafa leigið lengi án úrlausnar. Það er skylda þeirra sem við kjósum til þessara verka að koma þeim málum áfram og ná ásættanlegri niðurstöðu. Ég lofa að beita mér fyrir farsælli niðurstöðu þeirra og vera þjóð okkar til sóma. Ég mun ávallt vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við eigum. Ég óska öllum gæfu í leitinni að næsta forseta lýðveldisins. Þökk fyrir áheyrnina Lengi lifi Ísland Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Sigur Eiríks Inga yfir TM staðfestur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs í janúar 2012, hafði betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Hæstarétti. 2. mars 2017 16:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Í framboðsyfirlýsingu sem Eiríkur sendi fjölmiðlum segist hann hafa lengi hugsað til embættis forseta lýðveldisins og fundist það kalla til sín. „Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig. Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almenningssjónir,“ segir Eiríkur í yfirlýsingunni. Eini sem lifði af Eiríkur réð sig sem vélstjóra á fiskiskipið Hallgrím SI-177 í janúar 2012 en skipið hafði verið selt til Noregs og átti að sigla þangað. Þegar skipið var statt undan ströndum Noregs þann 25. janúar gerði mikið óveður, gríðarmikið brot kom á skipið, það lagðist á hliðina og sjór fór að streyma inn í það. Eiríkur Ingi og aðrir skipverjar reyndu í kjölfarið að koma sér í björgunargalla og koma út björgunarbáti. Það gekk ekki sem skyldi og létust allir þrír skipsfélagar Eiríks en skipið sökk á innan við fimm mínútum. Eiríki tókst hins vegar að koma sér í flotgalla og var í sjónum í um fjórar klukkustundir áður en norska strandgæslan kom auga á hann úr þyrlu, bjargaði honum og flutti á sjúkrahús. Hann sagði sögu sína í Kastljósi sama ár og slysið varð. Viðtalið vakti mikla athygli og var Eiríkur valinn maður ársins, meðal annars á Bylgjunni og Rás 2. Fjórum árum síðar hafði hann betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Var TM dæmt til þess að greiða honum tæplega 13 milljónir króna en fyrir dómi var deilt um hvað ætti að miða við þegar kæmi að bótum vegna 35% örorku sem Eiríkur Ingi hlaut í slysinu. Betri manneskja eftir allt Í framboðsyfirlýsingunni segir hann mikla lífsreynslu fyrir manneskju sem njóti sín í fámenni og einveru að hafa deilt sögunni með almenningi. „Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífsreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur eru jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi.“ Að mati Eiríks þarf forseti að hafa skilning á stjórnarskránni, gott innsæi og kænsku. Þá verði forseti að hafa þann eiginleika að geta haft persónulegar skoðanir til hliðar og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta beri að gæta þess að lög samræmist stjórnarskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meirihlutans. „Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki, Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífsreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki,“ segir í yfirlýsingunni. Eiríkur segist hafa gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til áformanna og fengið góðar móttökur. Hann sé kominn vel á veg með undirskriftasöfnun á pappír og opna á næstunni rafræna söfnun á vef island.is. Yfirlýsingu Eiríks í heild sinni má nálgast hér að neðan. Komið sæl kæru landar,Ég Eiríkur Ingi Jóhannsson hef lengi hugað til embættis forseta lýðveldis okkar og til margra ára hefur mér fundist það kalla til mín. Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig. Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almennings sjónir.Fyrir manneskju sem nýtur sín í fámenni og einveru hefur það verið mikil lífsreysla að deila með ykkur hluta af mínu lífi. Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífsreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur eru jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi. Ég hef lært að lífið fari í sinn besta farveg ef ég hlusta á minn innri mann og því hef ég ákveðið að reyna að komast að sem forseta frambjóðandi og leita því til ykkar, Ég verð vonandi málefnalegur og næ hylli ykkar. Forseti þarf, að mínu mati fyrst og fremst að hafa skilning á þeirri stjórnarskrá sem hann heitir eið eða drengskapar heit við embættistöku sinni og vinni samkvæmt henni, Forseti lýðveldisins þarf að hafa gott innsæi, kænsku og geti verið séður hvert málefni þjóðarinnar geta leitt.Góður forseti vinnur best í trúnaðar-samtölum, þar sem hann reynir að beita áhrifum sínum ef þörf er á.Ef svo fer á forseti að nota það vald sem honum er veitt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins til að grípa í þegar einstaka mál krefjast þess.Vald er vand-með-farið. Verður forseti að hafa þann eiginleika að geta lagt til hliðar persónulegar skoðanir og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta ber að gæta þess að lög samræmist stjórnarskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meiri hlutans. Vera hlutlaus gegn öllum stjórnmálaöflum og gæta sanngirni bæði gagnvart ríkisráði, þingi og fyrst og fremst almenningi landsins...Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki. Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífsreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki. Það er mikil fórn að stíga úr sínu lífi og setja sig í það hlutverk að vera forseti lýðveldisins þar sem heil þjóð horfir til manns af væntingu um að þú sért sá forseti sem þau sjá fyrir sér. Hvert spor eftir embættistöku ert þú forseti þjóðarinnar bæði í leik og starfi. Margt úr fyrra lífinu þarf þá að lúta fyrir þessu nýja hlutverki. Á þessari leið minni að tilkynna ykkur að ég Eiríkur Ingi Jóhannsson er tilbúinn að verða forseti þjóðarinnar. Hef ég gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til þessa áforma minna. Oft hef ég gefið mér tíma að spjalla við fólk um þjóðmálin og embættið og fengið góðar móttökur. Hef ég séð að þetta stóra skref eigi erindi við mig. Hef ég því ákveðið að halda áfram að leita til ykkar.Ég er komin vel á veg með meðmælendasöfnun mína á pappír. Mun ég halda áfram að leita til ykkar og opna á næstunni rafræna söfnum meðmælanda á island.is Það er ljóst að mörg stór mál hvíla á þjóðinni, sum hafa leigið lengi án úrlausnar. Það er skylda þeirra sem við kjósum til þessara verka að koma þeim málum áfram og ná ásættanlegri niðurstöðu. Ég lofa að beita mér fyrir farsælli niðurstöðu þeirra og vera þjóð okkar til sóma. Ég mun ávallt vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við eigum. Ég óska öllum gæfu í leitinni að næsta forseta lýðveldisins. Þökk fyrir áheyrnina Lengi lifi Ísland
Komið sæl kæru landar,Ég Eiríkur Ingi Jóhannsson hef lengi hugað til embættis forseta lýðveldis okkar og til margra ára hefur mér fundist það kalla til mín. Á þessum árum hef ég reynt að lesa í þessar tilfinningar og átta mig á hvort embættið er farvegur sem ætti við mig. Ekki er ég maður athygli eða valda þótt lífið hafi vissulega reynt á og leitt mig fyrir almennings sjónir.Fyrir manneskju sem nýtur sín í fámenni og einveru hefur það verið mikil lífsreysla að deila með ykkur hluta af mínu lífi. Sú ákvörðun að deila hluta af minni lífsreynslu með ykkur hefur reynst öllum viðkomandi vel svo ég viti og ekki annað en styrkt mig. Lífsreynslur eru jú það sem við gerum úr þeim. Ég tel mig betri manneskju eftir allt það sem mitt líf hefur lagt á mig þótt vissulega hafi lífið stundum reynt á sálina, bæði í einkalífinu, starfi og á hinum opinbera vettvangi. Ég hef lært að lífið fari í sinn besta farveg ef ég hlusta á minn innri mann og því hef ég ákveðið að reyna að komast að sem forseta frambjóðandi og leita því til ykkar, Ég verð vonandi málefnalegur og næ hylli ykkar. Forseti þarf, að mínu mati fyrst og fremst að hafa skilning á þeirri stjórnarskrá sem hann heitir eið eða drengskapar heit við embættistöku sinni og vinni samkvæmt henni, Forseti lýðveldisins þarf að hafa gott innsæi, kænsku og geti verið séður hvert málefni þjóðarinnar geta leitt.Góður forseti vinnur best í trúnaðar-samtölum, þar sem hann reynir að beita áhrifum sínum ef þörf er á.Ef svo fer á forseti að nota það vald sem honum er veitt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins til að grípa í þegar einstaka mál krefjast þess.Vald er vand-með-farið. Verður forseti að hafa þann eiginleika að geta lagt til hliðar persónulegar skoðanir og koma að öllum málum með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Forseta ber að gæta þess að lög samræmist stjórnarskrá og passa upp á að minnihlutinn verði ekki fyrri ágangi meiri hlutans. Vera hlutlaus gegn öllum stjórnmálaöflum og gæta sanngirni bæði gagnvart ríkisráði, þingi og fyrst og fremst almenningi landsins...Ég tel mig geta vaxið í þessu hlutverki. Ég segi vaxið því enginn skóli, störf né lífsreynsla gerir manneskju að forseta. Allir forsetar þurfa að aðlaga sig að sínu hlutverki. Það er mikil fórn að stíga úr sínu lífi og setja sig í það hlutverk að vera forseti lýðveldisins þar sem heil þjóð horfir til manns af væntingu um að þú sért sá forseti sem þau sjá fyrir sér. Hvert spor eftir embættistöku ert þú forseti þjóðarinnar bæði í leik og starfi. Margt úr fyrra lífinu þarf þá að lúta fyrir þessu nýja hlutverki. Á þessari leið minni að tilkynna ykkur að ég Eiríkur Ingi Jóhannsson er tilbúinn að verða forseti þjóðarinnar. Hef ég gengið milli fyrirtækja og heimila til að kanna viðhorf fólks til þessa áforma minna. Oft hef ég gefið mér tíma að spjalla við fólk um þjóðmálin og embættið og fengið góðar móttökur. Hef ég séð að þetta stóra skref eigi erindi við mig. Hef ég því ákveðið að halda áfram að leita til ykkar.Ég er komin vel á veg með meðmælendasöfnun mína á pappír. Mun ég halda áfram að leita til ykkar og opna á næstunni rafræna söfnum meðmælanda á island.is Það er ljóst að mörg stór mál hvíla á þjóðinni, sum hafa leigið lengi án úrlausnar. Það er skylda þeirra sem við kjósum til þessara verka að koma þeim málum áfram og ná ásættanlegri niðurstöðu. Ég lofa að beita mér fyrir farsælli niðurstöðu þeirra og vera þjóð okkar til sóma. Ég mun ávallt vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við eigum. Ég óska öllum gæfu í leitinni að næsta forseta lýðveldisins. Þökk fyrir áheyrnina Lengi lifi Ísland
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Sigur Eiríks Inga yfir TM staðfestur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs í janúar 2012, hafði betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Hæstarétti. 2. mars 2017 16:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23
Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15
Sigur Eiríks Inga yfir TM staðfestur Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem öðlaðist landsfrægð þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs í janúar 2012, hafði betur í skaðabótamáli við tryggingafélagið TM fyrir Hæstarétti. 2. mars 2017 16:06