Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm sem hófst í dag heldur áfram. Vegfarendum er ráðlagt dvelja ekki að óþörfu við árfarvegi, þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. 9.7.2025 23:52
Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. 9.7.2025 23:01
Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. 9.7.2025 21:40
Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. 9.7.2025 19:53
Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9.7.2025 18:13
„Pabbi minn vakir yfir mér“ „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. 9.7.2025 07:02
Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. 8.7.2025 23:51
Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Slökkvilið í Frakklandi hafa í dag barist við mikla skógarelda sem loga í útjaðri Marseille, næststærstu borgar Frakklands. Öllu flugi til og frá borginni hefur verið aflýst. 8.7.2025 21:37
„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. 8.7.2025 20:36
Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. 8.7.2025 18:43