Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst útkall á timmta tímanum vegna rútu sem hafði lent utan vegar á Skarðsströnd skammt frá bænum Klifmýri. 8.11.2025 21:00
Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Minnst sex féllu í eldflauga- og drónaárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús í Úkraínu í dag. 8.11.2025 20:34
Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum eftir að eldur kviknaði bak við innstungu í Bergstaðastræti. 8.11.2025 18:55
Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var kölluð út á mesta forgangi á fjórða tímanum í dag vegna kajakræðara sem var í vandræðum innst í Miðfirði. 8.11.2025 18:09
Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Viðskiptavinir áfengisnetverslunarinnar Sante munu framvegis ekki hitta afgreiðslufólk þegar þeir sækja pantanir sínar í verslun fyrirtækisins. Eins konar vélmenni hefur nú leyst afgreiðslufólkið af hólmi. 8.11.2025 17:52
Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hafa ekki verið veitt frá árinu 2022 og því verða veitt verðlaun fyrir síðustu tvö sjónvarpsár að þessu sinni. Fréttamaður á staðnum segir fréttir frá framvindu kvöldsins í rauntíma. 30.10.2025 19:00
Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu. 22.10.2025 23:39
Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu. 22.10.2025 22:05
Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. 22.10.2025 20:55
Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Karlmaður og kona hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til þess að smygla rúmlega þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi í ágúst. 22.10.2025 19:37