Munnlegt samkomulag um félagaskipti í höfn Marco Veratti virðist vera á leið til katarska félagsins Al-Arabi. Félag hans PSG og katarska félagið hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti Ítalans. 10.9.2023 13:01
Settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi Antony er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Manchester United. Félagið og Antony birtu nú áðan yfirlýsingar um málið á samfélagsmiðlum. 10.9.2023 12:22
Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. 10.9.2023 12:00
Íhugar að skipta um landslið Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum. 10.9.2023 11:31
Bandaríkin heim af HM án verðlauna Kanada lagði nágranna sína frá Bandaríkjunum í leik liðanna um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Annað mótið í röð fara Bandaríkjamenn heim án verðlauna. 10.9.2023 10:58
Stórlið Arsenal óvænt úr leik í Meistaradeildinni Arsenal er úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn París FC í forkeppninni í gær. Arsenal komst alla leið í undanúrslit í keppninni í fyrra. 10.9.2023 10:31
Nítján ára heimakona fagnaði sigri á opna bandaríska Draumur hinnar 19 ára Coco Gauff rættist í nótt þegar hún tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í tennis. Gauff vann sigur á Aryna Sabalenka frá Belarús í þremur settum sem þrátt fyrir tapið lyftir sér upp í efsta sæti heimslistans. 10.9.2023 09:40
„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. 9.9.2023 23:30
Ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fer beint upp Það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaumferð Lengjudeildarinnar hvaða lið fer beint upp í Bestu deildina á næsta tímabili. Skagamenn eru í góðri stöðu en Afturelding á enn möguleika. 9.9.2023 15:57
Belgar með nauman sigur Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki. 9.9.2023 15:15