Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 12:00 Ole Gunnar Solskjær virðist ekki vera tilbúinn að snúa aftur í stöðu knattspyrnustjóra. Vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Norska kvennalandsliðið bjó til margar fyrirsagnir á meðan á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi stóð. Þær voru reyndar flestar af neikvæðum toga. Gengið inni á vellinum var undir væntingum og þá bárust líka fregnir af ósætti í landsliðshópnum Þjálfarinn Hege Riise lét af störfum af dögunum en hún hafði aðeins verið við stjórnvölinn síðan á síðasta ári. Nú greinir norska TV2 frá því að norska knattspyrnusambandið hafi haft samband við Ole Gunnar Solskjær um möguleikann á að hann taki við liðinu. Solskjær staðfestir að hafa átt samtal við knattspyrnusambandið. „Hvort ég hafi talað við sambandið um landsliðið? Já, það hef ég gert. Að sjálfsögðu hef ég gert það. Þau spurðu mig,“ sagði Solskjær sem staðfesti jafnframt að hann hafi neitað sambandinu. „Ég er enn ekki tilbúinn,“ sagði Solskjær sem sömuleiðis neitaði norska úrvalsdeildarliðinu Álasund í vor. Þá reyndi franska félagið Nice sömuleiðis að fá hann til að taka við stjórn liðsins. TV2 greinir jafnframt frá því að norska knattspyrnusambandið sé búið að greina heimsmeistaramótið í þaula. Samkvæmt heimildum miðilsins hefur komið fram mikil óánægja með Monica Knudsen sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikmenn segja að Riise hafi látið Knudsen sjá um meirihluta samskipta við leikmennina og að samskiptin hafi gengið illa. Knudsen hafi talað við þær eins og þær væru börn og samskiptin á mörkunum að flokkast sem einelti. Knudsen er enn starfandi aðstoðarþjálfari liðsins. Það er því ljóst að norska knattspyrnusambandið þarf að vinna að ýmsum málum á næstu vikum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Noregur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira