Sverrir Ingi hélt hreinu gegn Olympiacos Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK gerðu í kvöld jafntefli við Olympiacos í toppslag í grísku deildinni í knattspyrnu. 5.2.2023 20:45
Segir Kyrie Irving vera á leið til Doncic í Dallas Blaðamaðurinn Adrian Wojnarowkski greinir frá því á Twitter að stjörnuleikmaðurinn Kyrie Irving verði leikmaður Dallas Mavericks innan skamms. 5.2.2023 20:34
Þorsteinn: Mér fannst leikmenn hafa andlega gott af því að fara í frí Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu segist ekki vera í nokkrum vafa um að hann hafi verið að gera rétt þegar hann ákvað að nýta ekki landsliðsgluggan í nóvember síðastliðnum. 5.2.2023 20:15
Erna Sóley stórbætti eigið met og á nú fjórtánda lengsta kast ársins á heimsvísu Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR stórbætti eigið met í kúluvarpi þegar hún kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Bandaríkjunum. Hún hefur nú slegið metið um 75 cm á rúmri viku. 5.2.2023 20:00
Janus Daði og Sigvaldi í aðalhlutverkum þegar Kolstad vann stórsigur Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir góðan leik fyrir Kolstad sem vann stórsigur í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum. 5.2.2023 18:54
Frábær byrjun Bayern færði þeim toppsætið á nýjan leik Bayern Munchen náði toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik í dag með góðum 4-2 útisigri á Wolfsburg. Frábær byrjun Bayern lagði grunninn að sigrinum. 5.2.2023 18:38
Brynja Herborg sigurvegari á Reykjavíkurleikunum Brynja Herborg Jónsdóttir bar sigur úr býtum í pílukasti kvenna á Reykjavíkurleikunum eftir úrslitaleik gegn Steinunni Dagnýju Ingvarsdóttur. 5.2.2023 18:19
Tap hjá Tryggva og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Baskonia á útivelli í spænska körfuboltanum í dag. Hræðilegur annar leikhluti varð Zaragoza dýrkeyptur. 5.2.2023 17:46
Harry Kane orðinn markahæstur í sögu Tottenham Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Tottenham Hotspur en mark hans gegn Manchester City í dag þýðir að hann hefur nú skorað meira en goðsögnin Jimmy Greaves. 5.2.2023 17:27
Albert lék í tapi Genoa Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem tapaði 2-0 á útivelli gegn Parma í Serie B deildinni á Ítalíu í dag. Genoa er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í efstu deild. 5.2.2023 17:15