Laporte kveður City en Matheus Nunes gæti verið á leiðinni til meistaranna Varnarmaðurinn Aymeric Laporte kvaddi í dag stuðningsmenn Manchester City í færslu á samfélagsmiðlum. Í kvöld bárust síðan fréttir af því að City hefði lagt fram tilboð í leikmann Wolves. 23.8.2023 23:01
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23.8.2023 22:30
Sjeik Jassim vill ennþá kaupa en óttast að Glazer-fjölskyldan hætti við að selja Salan á Manchester United hefur gengið hægar en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast. Tilboð Sjeik Jassim er enn á borðinu en hann óttast að Glazer-fjölskyldan sé efins um hvort rétt sé að selja. 23.8.2023 22:00
Öruggur sigur Víkinga og Besta deildin í sjónmáli Víkingur vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á fallliði KR í Lengjudeild kvenna. Víkingur gæti tryggt sér sæti í Bestu deildinni á morgun tapi HK gegn Grindavík. 23.8.2023 21:31
Mark í uppbótartíma gæti reynst Herði Björgvini og félögum dýrmætt Braga frá Portúgal vann 2-1 sigur á Panathinaikos þegar liðin mættust í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos. 23.8.2023 21:09
Segja Gylfa vera kominn til Danmerkur Gylfi Sigurðsson flaug til Danmerkur í morgun samkvæmt heimildum Fótbolti.net. Gylfi hefur verið orðaður við Lyngby síðustu vikur og gæti verið að færast nær því að semja við félagið. 23.8.2023 20:52
Fékk ekki fyrirliðabandið og fór í fýlu Karim Benzema gekk til liðs við sádíarabíska félagið Al-Ittihad í byrjun júní. Hann virtist þá hinn ánægðasti en nú virðist vera komið annað hljóð í strokkinn. 23.8.2023 20:31
Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. 23.8.2023 20:02
Kiel þurfti vítakeppni til að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins Kiel tryggði sér sigur í þýsku meistarakeppninni í handknattleik eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen í kvöld. Vítakastkeppni þurfti til að knýja fram úrslit 23.8.2023 19:31
Kristall Máni og Atli skoruðu báðir í sigri Kristall Máni Ingason, Atli Barkarson og samherjar þeirra hjá danska liðinu Sönderjyske unnu 4-0 stórsigur á Köge þegar liðin mættust í næstefstu deild danska boltans í dag. 23.8.2023 19:06