Þriðji heimsmeistaratitill Warholm og Norðmenn röðuðu inn verðlaunum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 20:02 Warholm fagnar gullinu í kvöld. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hélt áfram í Búdapest í kvöld. Norðmaðurinn óstöðvandi Karsten Warholm vann sigur í 400 metra grindahlaupi sem var lokagrein kvöldsins. Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Keppnin í 1500 metra hlaupi karla var æsispennandi. Jakob Ingebrigtsen frá Noregi leiddi lengst af en hann var af mörgum talinn sigurstranglegur fyrir hlaupið enda Ólympíumeistari í greininni. Þegar langt var liðið á síðasta hringinn kom hins vegar Bretinn Josh Kerr á miklum spretti. Hann tók fram úr Ingebrigtsen á síðustu 50 metrunum og tryggði sér sigur aðeins tuttugu og sjö hundraðshlutum á undan Norðmanninum. Narve Nordås tryggði sér svo bronsverðlaun á síðustu metrunum og tvenn verðlaun því í hús hjá Norðmönnum. JOSH. KERR.The 1500m crown returns to as @joshk97 outkicks Jakob Ingebrigtsen after a thrilling last lap 3:29.38 FTW#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/bG3MafFs50— World Athletics (@WorldAthletics) August 23, 2023 Marileidy Paulino frá Dóminikanska lýðveldinu vann öruggan sigur í 400 metra hlaupi kvenna þegar hún kom fyrst í mark á tímanum 48,76 sekúndur en það er nýtt landsmet. Natalia Kaczmarek frá Póllandi varð önnur tæpri sekúndu á eftir og Sada Williams tryggði sér bronsið þegar hún stakk sér framfyrir Rhasidat Adeleke undir lok hlaupsins. Keppnin í stangarstökki kvenna var æsispennandi. Hin finnska Wilma Murto vann bronsverðlaun en hún stökk hæst 4,80 metra. Katie Moon frá Bandaríkjunum og Nina Kennedy frá Ástralíu háðu síðan einvígi um gullverðlaunin. Báðar fóru þær yfir 4,90 en felldu báðar 4,95 í þremur tilraunum. Þá þurfti að ákveða hvað ætti að gera, hvort stökkva ætti fleiri stökk og keppa um gullið eða láta staðar numið. Eftir samræður þeirra á milli ákváðu þær Moon og Kennedy að hætta keppni, þó greina mætti á samtali þeirra að Moon hefði verið til í að halda áfram. Katie Moon and Nina Kennedy agree to a tie for the world title in pole vault pic.twitter.com/SMzpIMfTGR— Paul (@withahalftwist) August 23, 2023 Þær enda því efstar og jafnar í efsta sæti og geta báðar titlað sig heimsmeistara í stangarstökki. Lokagrein kvöldsins var 400 metra grindahlaup kvöldsins. Norðmaðurinn Karsten Warholm hefur verið afar sigursæll í þeirri grein og setti eftirminnilegt heimsmet á Ólympíuleikunum árið 2021 eftir einvígi við Raj Benjamin frá Bandaríkjunum. Þeir voru báðir í baráttunni um verðlaunin í kvöld. Það leit út fyrir að keppnin yrði æsispennandi en Warholm setti í hraðari gír á síðustu hundrað metrunum og kom nokkuð örugglega fyrstur í mark. Kyron McMaster frá Bresku Jómfrúaeyjum náði öðru sætinu á undan Benjamin sem varð þriðji. Unprecedented! Karsten Warholm achieves a historic 400m hurdles hat-trick!#WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/JCnoG6vQiM— European Athletics (@EuroAthletics) August 23, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira