Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Stjörnugrís hf. innkallar tvær lotur af kjúklingalærum í buffalómarineringu vegna gruns um salmonellusmits. 18.10.2025 09:21
Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni. 17.10.2025 16:57
Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum. 17.10.2025 16:17
Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. 17.10.2025 15:00
Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. 17.10.2025 13:56
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17.10.2025 12:59
Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. 17.10.2025 10:58
Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. 17.10.2025 10:14
Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. 16.10.2025 22:01
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. 16.10.2025 21:55