Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. 23.7.2025 13:11
Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum. 23.7.2025 12:23
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega þriðjungur landsmanna telur að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. 23.7.2025 10:15
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21.7.2025 16:51
Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í dag og kvöld eftir karlmanni á fimmtugsaldri. Hann er nú fundinn heill á húfi. 21.7.2025 16:28
Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Garðabær og Jónsvegur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stofnaður verði nýr sérhæfður grunnskóli í sveitarfélaginu fyrir einhverf börn. Fyrstu börnin ættu að hefja nám haustið 2026. 21.7.2025 15:56
Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist yfir hundrað tilkynningar um netglæpi á síðustu tveimur mánuðum. Brotaþolar hafa tapað yfir tvö hundruð milljónum króna í fjársvikum yfir netið. 21.7.2025 14:51
Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. 21.7.2025 13:42
Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Að minnsta kosti nítján eru látnir eftir að herflugvél í eigu bangladesska hersins brotlenti á skólabyggingu í höfuðborg landsins. Talið er að yfir hundrað manns séu slasaðir. 21.7.2025 12:38
„Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Rektor Háskóla Íslands segir menntamorð eiga sér stað á stríðssvæðum en einnig í Bandaríkjunum. Mikilvægt sé að verða ekki að kröfum bandarískra fjármagnara sem vilja ekki að kynjajafnrétti og loftslagsáhrif séu rannsökuð. Margt sé á döfinni í háskólanum. 21.7.2025 12:01