NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka. 7.11.2021 09:30
Tuchel: Burnley voru heppnir Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var að vonum vonsvikinn eftir að Chelsea mistókst að sigra Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær. 7.11.2021 08:00
Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag. 7.11.2021 07:01
Dagskráin í dag: FA bikarinn, NFL og NBA Það er að venju hlaðborð af íþróttum á boðstólnum á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. 7.11.2021 06:01
Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart? Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni. 6.11.2021 23:00
Real Madrid á toppinn eftir sigur Það var mikið undir þegar að Real Madrid fékk nágranna sína í Rayo Vallecano í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 þá þurftu Madrídingar aðeins að svitna í lokin en unnu að síðustu góðan sigur, 2-1. 6.11.2021 22:00
Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70. 6.11.2021 21:30
Poulsen sökkti Dortmund Borussia Dortmund mistókst að halda í við risana í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðið mætti RB Leipzig. Það var Daninn Yussuf Poulsen sem reyndist munurinn á liðunum en hann skoraði sigurmarkið. 6.11.2021 21:00
Rekinn eftir fyrsta sigurinn Daniel Farke, þjálfari Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, var rekinn í kjölfarið á fyrsta sigri liðsins í deildinni. Daniel hefur verið gagnrýndur mikið enda hafa Kanarífuglarnir verið í miklum vandræðum í upphafi tímabilsins. 6.11.2021 20:00
Brighton og Newcastle skildu jöfn eftir hundrað mínútna leik Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fjörugum leik þar sem VAR lék stórt hlutverk. 6.11.2021 19:30