NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. 6.11.2021 18:30
Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu í leik gegn Celta Vigo í dag í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar komust í 0-3 en Celta Vigo náði að jafna í 3-3 í þessum síðasta leik liðsins áður en Xavi tekur við liðinu. 6.11.2021 17:30
Chelsea missteig sig í toppbaráttunni Chelsea gerði jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir mikla yfirburði mestallan leikinn missti Chelsea niður forystuna og leiknum lauk með jafntefli, 1-1 6.11.2021 17:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25.10.2021 11:01
Þýski handboltinn: Bjarki Már skoraði ellefu mörk í sigri Lemgo Bjarki Már Elísson var heldur betur með miðið rétt stillt þegar að Lemgo mætti í heimsókn til Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Skoraði ellefu mörk í þriggja marka sigri. 24.10.2021 16:45
Real Madrid vann El Clasico Real Madrid bar sigurorð af Barcelona í hinum sögufræga leik við Barcelona, El Clasico, í dag. Real Madrid hafði yfirhöndina allan leikinn eftir að hafa komist yfir í hálfleik og unnu að lokum sigur, 1-2. 24.10.2021 16:15
Svíþjóð: Sveinn Aron með tvennu í sigri Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen var í banastuði þegar að lið hans, Elfsborg, fékk Sirius í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskunni, í dag. Þá vann Hammarby ótrúlegan sigur eftir að hafa lent undir. 24.10.2021 15:45
Maddison hetja Leicester í sigri á Brentford Leicester mætti í heimsókn til Brentford í dag í ensku úrvalsdeildinni. Eftir jafnan leik þá tókst Leicester að knýja fram sigur í lokin með marki frá James Maddison. Flott úrslit fyrir Leicester, sem er óðum að komast á beinu brautina í deildinni. 24.10.2021 15:00
Antonio sökkti Tottenham West Ham sigraði Tottenham í Lundúnaslagnum í dag. Það var Michail Antonio sem var hetja West Ham enn og aftur, en hann skoraði sigurmarkið á 72. mínútu. 24.10.2021 15:00
ÍBV áfram í Evrópubikarnum eftir frábæran sigur Kvennalið Íþróttabandalags Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og sneri einvígi sínu gegn PAOK í Þessalóníku á Grikklandi sér í vil með góðum sjö marka sigri í dag, 29-27. PAOK vann fyrri leikinn með fimm mörkum. 24.10.2021 14:31