Hestur hljóp á lögreglubíl Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra. 30.10.2021 15:33
Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30.10.2021 14:01
Segir kjósendur Miðflokksins hafa keypt köttinn í sekknum og sendi kæru vegna Birgis Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur fengið nýja kæru. Þar er þess krafist að Alþingi ógildi kosningu Birgis Þórarinssonar og kjörbréf hans verði ekki staðfest. Í hans stað eigi Erna Bjarnadóttir, frambjóðanda Miðflokksins í Suðurkjördæmi, að fara á Alþingi. 30.10.2021 12:18
Undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp. 30.10.2021 09:30
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30.10.2021 09:01
Yfirtaka: Leikjarinn spilar gamla Nintendo 64 leiki Birkir Fannar, sem þekktur er sem leikjarinn, tekur yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Hann er þekktur fyrir stórt safn sitt af gömlum tölvuleikjum og græjum og ætlar að sýna hluta þess. 29.10.2021 19:30
Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. 29.10.2021 16:50
Geralt berst við skrímsli og menn í annarri stiklu Witcher Netflix birti í dag aðra stiklu annarrar þáttaraðar The Witcher. Ævintýraþættirnir fjalla um stríðsmanninn Geralt of Rivia, galdrakonuna Yennifer og hina merkilegu Ciri og baráttu þeirra við skrímsli, konunga, keisara og galdrakarla. 29.10.2021 14:20
Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað. 29.10.2021 12:44
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. 29.10.2021 11:05