Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14.3.2022 11:47
Vaktin: Alþjóðadómstóllinn í Haag kynnir úrskurð á miðvikudag Átökin í Úkraínu hafa nú borist af alvöru til höfuðborgarinnar Kænugarðs en tveir létust og þrír særðust þegar fallbyssuskot hitti fjölbýlishús í norðurhluta borgarinnar í morgun. Eldur kviknaði í byggingunni en flestum var bjargað. 14.3.2022 06:54
Óðar geimverur í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að snúa bökum saman í leiknum Risk of rain í kvöld. Í honum þurfa þeir að takast á við hjarðir óðra geimvera. 13.3.2022 19:54
Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana. 10.3.2022 23:55
Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. 10.3.2022 21:20
Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. 9.3.2022 23:44
Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. 9.3.2022 23:43
Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. 9.3.2022 23:00
Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9.3.2022 22:37
Fyrsta stikla Obi-Wan Kenobi Disney birti í kvöld fyrstu stiklu þáttanna Obi-Wan Kenobi, sem fjalla einmitt um Jedi-rddarann fræga, Obi-Wan Kenobi. Þeir fjalla um sögu Old Ben á milli kvikmyndanna Revenge of the Sith og A New Hope. 9.3.2022 20:52