Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. mars 2022 23:44 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í stríðinu gegn Rússum. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Í ávarpinu kallaði hann enn eftir því að komið yrði á svokölluðu flugbanni yfir Úkraínu, eða þá að Úkraínumenn fengju afhentar orrustuþotur frá öðrum ríkjum eins og Póllandi. „Saman þurfum við að skila hugrekki til vestrænna leiðtoga, svo þeir geri það sem þeir áttu að gera á fyrsta degi innrásarinnar,“ sagði Selenskí samkvæmt Kyiv Independent. „Lokið þið annaðhvort lofthelginni eða gefið okkur orrustuþoturnar svo við getum gert það sjálf.“ Sagði árás til marks um þjóðarmorð Sprengjum var í dag varpað á fæðingardeild sjúkrahúss í Maríupól í Úkraínu. Það sagði Selenskí vera sönnun þess að verið væri að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum. „Evrópubúar, þið getið ekki sagt að þið hafið ekki séð það sem er að gerast. Þið verðið að herða refsiaðgerðirnar þar til Rússar geta ekki lengur háð þeirra grimmilega stríð,“ sagði Selenskí. Ráðamenn Vesturlanda segja ekki hægt að koma flugbanni á yfir Úkraínu, því það fæli í raun í sér bein átök Atlantshafsbandalagsins við Rússa. Til þess að koma slíku banni á þyrfti að skjóta niður rússneskar orrustuþotur og granda loftvörnum Rússa á svæðinu. Í stuttu máli fæli það í sér að NATO færi í stríð við Rússa. Hingað til hafa ríki NATO og önnur vinvætt ríki staðið við bakið á Úkraínu með vopnasendingum, fjármagni og umfangsmiklum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Vandræði með orrustuþotur Þá virðist umræðan um orrustuþotur til Úkraínumanna hafa farið í nokkra hringi á undanförnum dögum. Í síðustu viku var tilkynnt að nokkur Evrópuríki sem ættu MiG-29 orrustuþotur myndu koma nokkrum til Úkraínu. Þá var hætt við það og Bandaríkjamenn byrjuðu að þrýsta á þessi sömu ríki og þar á meðal Pólland. Pólverjar. Pólverjar eiga þó nokkrar orrustuþotur af gerðinni MiG-29, sem úkraínskir flugmenn eru þjálfaðir í að fljúga. Ráðamenn í Póllandi komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í gærkvöldi þegar þeir lýstu því yfir að allar MiG-29 orrustuþotur Pólverja yrðu sendar til Ramstein-herstöðvarinnar í Þýskalandi þar sem þær yrðu gefnar Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn ættu svo að koma þeim til Úkraínu. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýsti því svo yfir í kvöld að Bandaríkjamenn væru orðnir mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Nefndi hann meðal annars þær ástæður að flugher Úkraínumanna væri enn í tiltölulega góðu ásigkomulagi og að mikilvægara væri að bæta loftvarnir Úkraínu á jörðu niðri. Þá sagði talsmaðurinn einnig að talið væri að Rússar myndu bregðast reiðir við því ef ríki NATO útveguðu Úkraínumönnum orrustuþotum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01 Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Sjá meira
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. 9. mars 2022 22:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. 9. mars 2022 18:01
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 9. mars 2022 16:49