Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. 19.4.2022 17:35
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19.4.2022 16:34
Jane Foster mætt með hamar Þórs Marvel birti í gær fyrstu stikluna fyrir nýjustu myndina um ofurhetjuna Þór og ævintýri hans. Myndin heitir Thor: Love and Thunder en miðað við stikluna virðist Thor þurfa að finna sig á nýjan leik. 19.4.2022 10:59
Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. 19.4.2022 10:10
Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. 17.4.2022 16:43
Þrjú tonn af kókaíni í eldsneytistanki fiskiskips við Kanaríeyjar Lögreglan á Spáni hefur handtekið fimm manns eftir að tæp þrjú tonn af kókaíni fundust í eldsneytistanki fiskiskips undan ströndum Kanaríeyja. Kókaínið er verðmetið á um 77,8 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tíu milljörðum króna. 17.4.2022 16:00
Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17.4.2022 15:15
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17.4.2022 14:01
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17.4.2022 11:45
Farbann Gylfa framlengt fram á sumar Farbann Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið framlengt til 16. júlí. Farbannið átti að renna út í dag. 17.4.2022 09:32