Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum. 8.7.2022 22:15
Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu. 8.7.2022 21:27
Segja ólíklegt að ríkisstjórnin geti leitt nauðsynlega orkuöflun Forsvarsmenn Viðreisnar segja ólíklegt að núverandi ríkisstjórn geti haft forystu um þá orkuöflun sem þörf er talin á til að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040. Umhverfis, orku og loftslagsráðherra þurfi að gera nánari grein fyrir orkuöflunaráformum. 8.7.2022 20:14
Hvalfjarðargöngin opnuð aftur eftir slys Hvalfjarðargöngunum var lokað á sjönda tímanum í dag vegna slyss sem varð þar. Göngin voru þó opnuð aftur upp úr klukkan sjö. 8.7.2022 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Japanska þjóðin er í áfalli eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á kosningafund í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. 8.7.2022 18:00
Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“ Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna. 7.7.2022 23:29
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7.7.2022 23:01
Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum. 7.7.2022 21:31
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7.7.2022 20:28
Gishlaine Maxwell áfrýjar fangelsisdómnum Gishlaine Maxwell, sem var nýverið dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein, þáverandi kærasta sinn, við að finna og tæla unglingsstúlkur, hefur áfrýjað úrskurðinum. Bobbi Sternheim, lögmaður Maxwells, lagði fram ákæruna í dag. 7.7.2022 18:34