Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás

Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu.

Rýnt í stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell.

Dómari hafnaði kröfum Heard

Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.

Spacey segist saklaus

Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér.

Mest­a verð­bólg­a Band­a­ríkj­ann­a í fjör­u­tí­u ár

Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu.

Nova og Sýn samnýta 5G senda

Forsvarsmenn Nova hf. og Sýnar hf. skrifuðu í dag undir samning um samstarf félaganna við uppbyggingu og samnýtingu sendastaða vegna 5G uppbyggingar. Það felur í sér uppbyggingu og samnýtingu á tvö hundruð 5G sendum á samningstímanum en hann gildi til loka ársins 2028.

Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja.

Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun.

Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump

Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu.

Sjá meira