Gera tilraunir með breytingar á tístum Verið er að gera tilraunir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Einhverjir notendur miðilsins hafa fengið aðgengi að svokölluðum „Edit“-hnappi og munu þeir því geta breytt tístum sínum. 1.9.2022 13:11
Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim Samkeppniseftirlit Bretlands hefur lokið grunnskoðun á kaupum Microsoft á leikjarisanum Activision Blizzard. Niðurstaða þeirrar skoðunar er mögulega gætu þau haft slæm áhrif á samkeppni á tölvuleikjamarkaði. Yfirvöld víða um heim hafa svipaðar áhyggjur af kaupunum. 1.9.2022 13:00
Skutu niður dróna frá Kína Her Taívans skaut niður dróna sem flogið var inn í lofthelgi ríkisins við litlar eyjur við strendur Kína sem Taívanar stjórna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en svo virðist sem ekki hafi verið um herdróna að ræða. 1.9.2022 10:36
Skotið og eldað hjá Babe Patrol Það verður bæði skotið og eldað hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla sér að taka á því í eldahúsinu og spila leikinn Overcooked í streymi kvöldsins. 31.8.2022 20:31
NASA reynir aftur á laugardag Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 31.8.2022 16:41
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31.8.2022 15:26
Barn dó í hagléli á Spáni og fimmtíu slösuðust Tuttugu mánaða gömul stúlka lést á Spáni í gær eftir að hafa orðið fyrir stærðarinnar hagléli. Þá slösuðust fimmtíu er mjög óvenjulegt óveður gekk yfir La Bisbal de l’Emporda og aðra bæi í Girona í Katalóníu á Spáni. 31.8.2022 12:45
Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. 31.8.2022 11:44
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31.8.2022 10:34
Móna hrellir áhorfendur í Maid of Sker Móna í Queens ætlar að hrella áhorfendur sína í kvöld. Það mun hún gera með því að spila hryllingsleikinn Maid of Sker. 30.8.2022 20:30