Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS

Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti.

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.

Musk vísar í uppljóstrara í nýju bréfi til Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk sendi forsvarsmönnum Twitter bréfi í gær þar sem hann krafðist þess aftur að kaupsamningi hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu yrði rift. Vísaði hann til ummæla uppljóstrarans Peiter Zatko, sem starfaði áður sem öryggisstjóri Twitter og sagði fyrirtækið hafa brotið gegn skilmálum kaupsamningsins, séu ásakanir Zatkos sannar.

Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína.

Talinn hafa ætlað að stela ljónsungum en var drepinn

Maður var drepinn af ljónum í dýragarði í Gana, eftir að hann fór yfir girðingu í dýragarði í Accra, höfuðborg landsins, í gær. Talið er að maðurinn hafi mögulega ætlað að stela tveimur sjaldgæfum hvítum hvolpum sem hafa vakið mikla athygli í dýragarðinum.

Flaggskip breska flotans vélarvana

Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri.

Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa

Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu.

Sjá meira