Lögregluþjónn ákærður eftir skothríð á tvo táninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2022 13:46 Erik Cantu var augljóslega mjög brugðið þegar lögregluþjónninn opnaði hurðina á bíl hans og sagði honum að stíga úr bílnum. Sjá má annan táning í farþegasæti bílsins. AP/Lögreglan í San Antonio Saksóknarar í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum ákærðu í gær lögregluþjón sem skaut sautján ára dreng á bílastæði við McDonalds um þar síðustu helgi, 2. október. James Brennand, lögregluþjóninn, skaut hinn sautján ára gamla Erik Cantu, sem liggur á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Myndband úr vestismyndavél Brennand sýnir hann ganga upp að bíl Cantus, opna hurðina og skipa drengnum að stíga út. Lögregluþjónninn kynnti sig aldrei. Cantu, sem var að borða, virtist mjög brugðið og lagði hann hendur á stýri bílsins. Þá sýnir myndbandið hvernig bíllinn rann úr stæðinu á meðan Brennand skaut ítrekað inn í bílinn. Cantu virðist hafa sett bílinn í bakkgír en bílinn gæti einnig hafa runnið af stað við það að hann tók fótinn af bremsunni. Í frétt héraðsmiðilsins San Antonio Current frá því í síðustu viku segir að Brennand, sem hafði unnið hjá lögreglunni í sjö mánuði, hafi verið á svæðinu vegna annars máls og hann hafi talið sig þekkja bílinn sem Cantu var á. Lögregluþjónninn taldi að þetta væri bíll sem hefði verið notaður til að stinga hann af kvöldið áður. Lögregluþjónninn hélt því fram að Cantu hefði ekið á sig en myndbandið sýnir að svo var ekki.AP/Lögreglan í San Antonio Brennand hélt því fram að hann hefði ekki hleypt úr byssu sinni fyrr en Cantu hefði keyrt á hann og var táningurinn í fyrstu ákærður fyrir árás á lögregluþjón og fyrir að streitast á móti við handtöku. Áðurnefnt myndband varpaði þó nýju ljósi á málið og hafa ákærurnar gegn Cantu verið felldar niður. Þess í stað hefur lögregluþjónninn verið rekinn og ákærður. Í frétt CNN segir að Brennand hafi verið handtekinn og standi frammi fyrir ákæru vegna alvarlegrar árásar bæði gegn Cantu og öðrum ónefndum táning sem sat í farþegasæti bílsins. Sá sést í skamma stund á myndbandinu en varð ekki fyrir skoti. Myndbandið má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. William McManus, lögreglustjóri San Antonio sagði á blaðamannafundi í gær að skothríð Brennands hefði alfarið verið ólögmæt. Hann sagði Brennand hafa brotið alvarlega af sér. „Þetta hefur ekkert með stefnumál okkar að gera. Stefnur okkar leyfa þetta ekki. Þjálfun okkar kennir þetta ekki. Svo þetta eru brot eins lögregluþjóns,“ sagði McManus. Hann sagði einnig að ef Cantu deyr gæti Brennand verið ákærður fyrir morð. Cantu er enn í lífshættu á gjörgæslu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira