Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil röskun á flugi á morgun

Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað.

Hermakvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að dusta rykið af þeirra uppáhalds hermaleikjum í kvöld. Hver þeirra mætir með leik til að spila og munu þeir meðal annars reyna fyrir sér sem ömmur og skurðlæknar.

Hvert húsið hrundi á eftir öðru

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

„Lúmsk hálka“ á höfuðborgarsvæðinu

Nokkuð hefur verið um hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu seinni partinn í dag. Vaktstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði lúmska hálku hafa verið á götunum.

Bjargað úr sjávarháska á stolinni snekkju

Starfsmenn Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu á föstudaginn manni úr sjávarháska undan ströndum Oregon-ríkis. Maðurinn var um borð í snekkju sem hann hafði stolið fyrr um daginn.

Gatna­mótin eru aftur ljós­laus

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu aftur í dag. Þau höfðu verið óvirk um helgina og voru löguð í morgun. Sú viðgerð virðist ekki þó hafa haldið þar sem ljósin biluðu aftur í dag.

Leikjarinn spilar Morrowind

Birkir Fannar, eða Leikjarinn, ætlar að spila klassískan leik á rás GameTíví í kvöld. Það er leikurinn Elder Scrolls III: Morrowind frá árinu 2002.

Hryllings- og keppniskvöld hjá GameTíví

Það verður nóg um að vera hjá GameTíví í kvöld. Dói ætlar að hefja leik á því að kíkja á endurgerð hryllingsleiksins Dead Space sem kom út á dögunum. Í kjölfar þess ætla strákarnir að skipta liði og fara í parakeppni í Warzone 2.

Sjá meira