Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gular viðvaranir fyrir sunnan

Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld. Spáð er austan stormi og snjókomu á báðum landsvæðum.

Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist

Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni.

GameTíví spila með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví ætla ða verja kvöldinu með áhorfendum. Þess vegna munu þeir spila leiki eins og GeoGuessr, Golf with your friends og Fall guys. 

Kona skaut sex til bana í skóla í Nas­hvil­le

Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi

Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka.

Bola Corbyn út úr Verkamannaflokknum

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi flokksins á morgun sem ætlað er að koma í veg fyrir að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi flokksins, megi bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Corbyn segist ekki ætla að hverfa af sjónarsviðinu.

Frumkóða Twitter lekið á netið

Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf.

Nauðungarvistun Bynes framlengd

Nauðungarvistun leikkonunnar Amöndu Bynes hefur verið framlengd um minnst viku og gæti verið framlengd í allt að mánuð. Barna- og táningastjarnan var vistuð á geðdeild fyrir viku, eftir að hún sást ganga nakin um götur Los Angeles.

Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi

Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn.

Daníel kíkir á Resident Evil 4

Þátturinn Spilaðu með Daníel Rósinkrans er á Twitchrás GameTíví í kvöld. Þá ætlar Daníel að spila nýju endurgerð hryllingsleiksins Resident Evil 4.

Sjá meira