Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. 30.11.2023 17:09
Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. 30.11.2023 13:12
Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga. 30.11.2023 10:56
Föruneyti Pingsins: Barist í Baldur's Gate Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3. 29.11.2023 19:31
Segir barist fyrir tilvist Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. 29.11.2023 13:46
Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. 29.11.2023 11:07
Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. 29.11.2023 10:29
Loka nú öllum landamærunum við Rússland Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. 28.11.2023 16:38
Páfinn í hvíld og á sýklalyfjum Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita. 28.11.2023 15:39
Öllum bjargað eftir sautján daga Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni. 28.11.2023 14:55