Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. 25.10.2023 12:00
Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. 25.10.2023 10:34
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24.10.2023 23:30
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24.10.2023 14:15
Vilja setja alþjóðlegan auðlegðarskatt á auðjöfra Alþjóðlegur auðlegðarskattur á auðjöfra er meðal tillaga sem gætu dregið verulega úr undanskotum á heimsvísu og skilað um 250 milljörðum dala í ríkissjóði heimsins á hverju ári. Í nýrri skýrslu frá Skattastofnun Evrópusambandsins segir að auðjöfrar beiti skúffufélögum til að borga nánast enga skatta. 24.10.2023 12:12
Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24.10.2023 10:56
Assassin's Creed Mirage: Andi Altaïr svífur yfir vötnum Assassin's Creed Mirage markar ákveðið skref afturábak hjá Ubisoft. Búið er að draga seglin saman og minnka leikinn, sé hann borinn saman við síðustu leiki í Assassin's Creed seríunni, sem hafa verið gífurlega stórir. 24.10.2023 08:46
Láta reyna á taugarnar í Warzone Það mun reyna á taugar strákanna í GameTíví í kvöld. Þá ætla þeir að spila Warzone með Halloween ívafi, þar sem finna má uppvakninga, drauga og kistur sem bregða manni, svo eitthvað sé nefnt. 23.10.2023 19:31
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23.10.2023 15:43
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23.10.2023 13:38