Ráðherrar og herforingjar sagðir deila um innrás Ísraelski herinn er tilbúinn til innrásar á Gasaströndina en ráðamenn ríkisins og æðstu leiðtogar hersins eru ósammála um hvernig innrásin ætti að fara fram og jafnvel hvort eigi að gera hana yfir höfuð. Þá er sagt ríkja trúnaðarleysi milli ráðamanna og herforingja. 27.10.2023 15:03
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27.10.2023 13:37
Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Mike Johnson, nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mun koma að því að staðfesta úrslit forsetakosninga sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Það er þrátt fyrir að hann hafi hjálpað til við að reyna að snúa úrslitum síðustu forsetakosninga. 27.10.2023 11:15
Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. 26.10.2023 15:27
27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. 26.10.2023 14:40
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26.10.2023 13:18
Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. 26.10.2023 11:01
Föruneyti Pingsins: Koma Sverðsströndinni til bjargar Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3. 25.10.2023 19:31
Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. 25.10.2023 17:05
Festi magnað samstuð við hval á filmu Maður komst í hann krappan undan ströndum Ástralíu í morgun þegar hann lenti undir hnúfubak. Hinn 55 ára gamli Jason Breen var á svokölluðu vængbretti þegar ungur hnúfubakur stökk upp úr sjónum og beint á hann. 25.10.2023 13:41