„Ætli þú megir ekki eiga þessa tuttugu dali sem þú skuldar mér“ Matt LeBlanc segir að stundirnar sem hann varði með vini sínum Matthew Perry, séu meðal þeirra bestu í lífi hans. Þeir léku þá Joey og Chandler í hinum gífurlega vinsælu þáttum Friends. Matthew Perry féll frá í lok síðasta mánaðar. 14.11.2023 16:56
WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur 14.11.2023 11:01
GameTíví: Gunni og Steindi spila MW3 Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Gunnar Nelson og Steindi, eða Steinþór Hróar Steinþórsson, sem munu spila nýjasta Call of Duty leikinn. 13.11.2023 19:31
Þúsundir flýja umkringd sjúkrahús Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar. 13.11.2023 15:54
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13.11.2023 14:16
Ingvar E. í nýrri stórmynd Netflix Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel. 13.11.2023 12:15
Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir. 13.11.2023 12:02
David Cameron nýr utanríkisráðherra David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. 13.11.2023 10:27
Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. 13.11.2023 09:52
Þakklátur og stoltur af samfélaginu Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða 12.11.2023 22:43