Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30.1.2024 22:31
Með lásboga, hníf, sverð og öxi og í skotheldu vesti Maður sem skotinn var af lögregluþjónum í Lundúnum í morgun var vopnaður lásboga, hníf, sverði og öxi. Þar að auki var hann klæddur skotheldu vesti og hótaði hann íbúum húss í Southwark. 30.1.2024 21:03
Gámabíll og fólksbíll lentu saman á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma. 30.1.2024 19:24
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30.1.2024 19:00
Sagður vilja reka Járnherforingjann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. 30.1.2024 18:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gasa segir ástandið vægast sagt slæmt. Þúsundir mikið særðra leiti til spítalans á hverjum degi og hafist við á spítalalóðinni. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst marga fjölskyldumeðlimi og jafnvel alla fjölskyldu sína. 30.1.2024 18:01
Fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum auðmanna Charles Littlejohn, fyrrverandi verktaki hjá bandaríska Skattinum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum margra af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og Donald Trump, fyrrverandi forseta. Brot hans er sagt einstakt í sögu Skattsins í Bandaríkjunum. 29.1.2024 23:46
Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. 29.1.2024 23:01
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29.1.2024 22:38
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29.1.2024 22:00