Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2.5.2024 15:09
Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. 2.5.2024 13:57
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2.5.2024 11:57
Hagnaður Arion dróst saman um tvo milljarða Arion banki hagnaðist um 4,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er nokkur samdráttur sé fjórðungurinn borinn saman við sama tímabil í fyrra, þegar Arion hagnaðist um 6,3 milljarða. Bankastjóri segir afkomuna undir markmiðum. 30.4.2024 16:24
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30.4.2024 16:04
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30.4.2024 13:24
Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. 30.4.2024 12:14
Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 30.4.2024 09:19
Keppniskvöld hjá GameTíví Það er keppniskvöld hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þá munu þeir keppa sín á milli í leikjum eins og TopSpin (nýjasta tennisleiknum), WWE 2K24 (fjölbragðaglíma) og öðrum. 29.4.2024 19:31
GameTíví: Plorrinn spilar Fallout Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld er fyrsti þáttur GameTíví af Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, þar sem engin mistök eru liðin. 28.4.2024 19:31