Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Pick Szeged lagði stórlið Barcelona með eins marks mun í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í handbolta. Því miður vann Barcelona fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og fer því áfram. 1.5.2025 20:36
Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Brentford sótti Nottingham Forest heim í Skírisskóg í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir unnu góðan útisigur og eftir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum eru vonir Forest-manna um að komast í Meistaradeild Evrópu að renna út í sandinn. 1.5.2025 20:23
Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson fóru hamförum í efstu deild karla í þýska handboltanum. 1.5.2025 18:50
Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Magdeburg er komið áfram í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta eftir eins marks sigur ytra gegn Veszprém. Íslendingar voru í aðalhlutverki í báðum liðum. 1.5.2025 18:39
Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1.5.2025 18:32
Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Real Betis lagði Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu á Benito Villamarín-vellinum í Sevilla. 1.5.2025 18:32
Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1.5.2025 18:32
Chelsea með annan fótinn í úrslit Chelsea gerði góða ferð til Stokkhólms þar sem það mætti Djurgården í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Gestirnir frá Lundúnum unnu frábæran 4-1 útisigur og eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn sjálfan. 1.5.2025 18:32
Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt marka Al Orubah í frábærum endurkomu sigri á Al Riyadh í efstu deild karla í Sádi-Arabíu. 1.5.2025 18:20
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 1.5.2025 17:22