Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. 1.6.2025 10:30
Indiana Pacers í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2000 Indiana Pacers lagði New York Knicks í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigurinn þýðir að Pacers vinnur seríuna 4-2 og mætir Oklahoma City Thunder í úrslitum. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem Pacers kemst í úrslit. 1.6.2025 09:31
Stuðningsfólk Fortuna brjálað út í Ísak Bergmann Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gæti leikið með Köln í efstu deild þýska fótboltans á næstu leiktíð. Köln er hins vegar helsti óvinur núverandi liðs hans, Fortuna Düsseldorf. Er stuðningsfólk Fortuna heldur ósátt með möguleg vistaskipti Skagamannsins. 1.6.2025 09:00
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. 1.6.2025 08:02
Hispurslaus Amorim mun reynast Man United vel Miðvörðurinn Matthijs de Ligt hefur hrósað þjálfara sínum Ruben Amorim fyrir hispurslausa nálgun sína í samskiptum við leikmenn Manchester United og fjölmiðla. 1.6.2025 07:03
Dagskráin í dag: Stórleikur á Kópavogsvelli, Formúla 1 og margt fleira Eins og svo oft áður er gjörsamlega pökkuð dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Bestu deildar veislu, Formúlu 1 í góðu veðri, golf og íshokkí. Hvað meira er hægt að biðja um? 1.6.2025 06:00
Stúkan: „Bera virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum“ Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar þegar farið var yfir 9. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 31.5.2025 23:33
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. 31.5.2025 22:45
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 31.5.2025 22:25
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. 31.5.2025 21:48