Degi þrjú lokið: Scheffler enn á toppnum þrátt fyrir tvöfaldan skolla Scottie Scheffler leiðir línuna þegar þriðja degi Mastersmótsins í golfi er lokið. Hann er sem stendur höggi á undan næsta manni en tvöfaldur skolli á 10. holu gerði það að verkum að Sheffler stakk ekki einfaldlega af. 13.4.2024 23:26
Hollywood-lið Wrexham upp um deild annað árið í röð Ævintýri Wrexham virðist engan endi ætla að taka. Liðið komst í dag, laugardag, upp um deild annað árið í röð þökk sé ótrúlegum 6-0 sigri á Forest Green. 13.4.2024 23:00
Ísak Bergmann á skotskónum og Düsseldorf dreymir Fortuna Düsseldorf vann 2-0 útisigur á Wehen í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og lætur sig dreyma um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. 13.4.2024 22:15
La Liga: Toppliðin tvö unnu nauma sigra Real Madríd og Barcelona unnu bæði leiki sína í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í dag með einu marki gegn engu. Þá vann Atlético Madríd góðan sigur á Girona í baráttunni um 3. sætið. 13.4.2024 21:00
Scheffler efstur á meðan Woods fellur neðar og neðar Scottie Scheffler situr sem stendur efstur á Mastersmótinu í golfi. Mun hann klæðast græna jakkanum á morgun? Það er stóra spurningin. Goðsögnin Tiger Woods hefur ekki náð að halda dampi. 13.4.2024 19:47
Elvar Örn frábær og Melsungen mætir Magdeburg í úrslitum Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í úrslitaleik þýsku bikarkeppni karla í handbolta. Þar mætast Evrópumeistarar Magdeburgar og Melsungen. Síðarnefnda liðið fór illa með Flensburg í undanúrslitum í dag, lokatölur 33-28 Melsungen í vil. 13.4.2024 19:31
Man United stal stigi á Vitality-vellinum AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag. 13.4.2024 18:40
Eyþór Wöhler á leið í KR Framherjinn Eyþór Aron Wöhler er á leið í KR samkvæmt öruggum heimildum Vísis. 13.4.2024 18:11
Stjarnan tryggði sér oddaleik Stjarnan lagði Aftureldingu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem þýðir að það þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið kemst í undanúrslit. 13.4.2024 17:49
Gísli og Ómar allt í öllu þegar Magdeburg flaug í úrslit Íslenska tvíeykið Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru allt í öllu þegar Magdeburg lagði Füchse Berlin í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta. Skoruðu þeir tveir samtals 15 af 30 mörkum Magdeburgar. 13.4.2024 16:55