Glódís Perla og stöllur að stinga af Bayern München vann öruggan 5-1 sigur á Duisburg í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í miðri vörn Duisbug. 14.4.2024 18:30
FCK bjargaði stigi í blálokin | Lærisveinar Óskars Hrafns unnu Midtjylland var við það að leggja FC Kaupmannahöfn 2-1 í umspilinu um danska meistaratitil karla í knattspyrnu. Gestirnir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og jöfnuðu metin. Þá vann Haugesund 1-0 sigur í norsku úrvalsdeild karla. 14.4.2024 18:16
Stefán Rafn leggur skóna á hilluna Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir tap Hauka gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Tapið þýðir að Haukar eru úr leik. 14.4.2024 18:02
Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. 14.4.2024 17:42
Skytturnar skutu púðurskotum og Man City heldur toppsætinu Aston Villa gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Sigurinn styrkir stöðu Villa í 4. sætinu á meðan Skytturnar eru núna tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. 14.4.2024 17:30
Eyþór Aron genginn í raðir KR KR hefur staðfest komu framherjans Eyþórs Arons Wöhler og mun hann leika með liðinu næstu þrjú árin. 14.4.2024 16:43
Tottenham og Man United mætast í bikarúrslitum Tottenham Hotspur og Manchester United mætast í úrslitum ensku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Tottenham lagði Leicester City í undanúrslitum á meðan Man United lagði Englandsmeistara Chelsea. 14.4.2024 16:24
Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. 14.4.2024 08:01
Ten Hag strunsaði út af blaðamannafundi: „Vitum að þetta er ekki nógu gott“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, viðurkenndi að lið sitt hefði ekki átt skilið að vinna Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Þá gagnrýndi hann leikmenn sína fyrir slakan fyrri hálfleik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. 14.4.2024 07:01
Dagskráin í dag: Besta deildin, NBA, úrslitakeppni Subway-deildar karla og Mastersmótið Það er nánast of mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á fótbolta, bæði íslenskan og erlendan. Þá er NBA á boðstólnum sem og Mastersmótið í golfi. 14.4.2024 06:01