Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bætt skólaeldhús fyrir ís­lensk fjár­fram­lög

Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi.

Frederiksen víkur fyrir Bird

Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri.

Lætur mál gegn OpenAI niður falla

Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins.

Reglur um sam­skipti við fjöl­miðla ekki til­raun til þöggunar

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf.

Allt að á­tján stiga hiti á morgun

Það er útlit fyrir veðurblíðu víða um land á morgun. Hlýjast verður á Suðausturlandi þar sem hiti gæti náð átján stigum. Hæg suðlæg átt færir landsmönnum betri tíð.

Líta fjölda látinna í um­ferðinni al­var­legum augum

Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun.

Fjósalykt leggst yfir Seyðis­fjörð

Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum.

„Rosa fínt“ ef fólk hætti að kveikja í sinu

Eldur var í sinu á þremur stöðum við vegkant á Vesturlandi, í nágrenni við Brúarfoss og Fíflholt á Mýrum. Slökkvilið frá Borgarnesi brást við kallinu og slökkti eldinn greiðlega en að öllum líkindum var um íkveikju að ræða. Eldarnir voru með nánast nákvæmlega kílómeters millibili.

Kvöld­fréttir RÚV færðar til klukkan níu í sumar

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins verða færðar frá klukkan sjö til klukkan níu. Er það gert til að lágmarka raskanir vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst á föstudagskvöld sem og Ólympíuleikana í París.

Sjá meira