Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. júlí 2025 23:44 Houssam Alamatouri og Amal Sneih Farrag hafa búið um nokkurt skeið á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu. Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu.
Sýrland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira