Hefja innflutning á Ozempic til að bregðast við skorti Lyfjaver flytur inn Ozempic til að bregðast við skorti á lyfinu hér á landi undanfarið. Lyfjaver hefur haft markaðsleyfi fyrir Ozempic í rúm tvö ár en markaðsaðstæður hafi ekki þótt hagstæðar til innflutnings þar til nú. 27.6.2024 16:10
Færeysku og grænlensku bætt við Google Translate Bráðum verður hægt að nota þýðingarvél Google til að þýða á og úr málum nágrannaþjóða okkar. Færeysku og grænlensku verður bætt við þýðingarvélina á næstunni ásamt 108 öðrum málum um allan heim, allt frá fámennum málsvæðum eins og Færeyjum og til fjölmennari mála eins og kantónsku. 27.6.2024 14:09
Heildarkostnaður við varnargarða nærri sjö milljarðar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur gefið ríkislögreglustjóra heimild til að hefja vinnu við hækkun og styrkingu varnargarða í nágrenni Grindavíkur. Heildarkostnaður við garðana er metinn á nærri sjö milljarða króna. 27.6.2024 13:37
Sanna stefnir á þing Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. 27.6.2024 12:28
Eldsupptök enn ekki skýr Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans sem kom upp á jarðhæð Turnsins á Höfðatorgi í gær. 27.6.2024 12:07
Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27.6.2024 10:44
Eldur kviknaði í ráðuneyti Eldur kviknaði í húsakynnum skattamálaráðuneytis Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Stórir reykjarstólpar stigu upp úr byggingunni við síkið í Kristjánshöfn. 27.6.2024 10:04
Ungstirni gefur út sitt fyrsta lag Menntskælingurinn, söngvarinn og leikarinn Arnaldur Halldórsson hefur gefið frá sér sitt fyrsta lag. Það heitir Tengist þér og var gefið út ásamt tónlistarmyndbandi 21. júní síðastliðinn. Arnaldur segir lagið fjalla um sígildasta viðfangsefni popplaga frá örófi alda, nefnilega ástina. 26.6.2024 16:55
Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. 26.6.2024 16:28
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk óvænta heimsókn Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. 26.6.2024 14:53