Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut í átt til Keflavíkur og voru tveir um borð. Þau voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en hvorugur er alvarlega slasaður. 25.5.2025 18:09
Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa ekið bíl sínum á vegrið. Talið er að hann hafi fengið flogakast við akstur. 25.5.2025 18:07
Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund í kvöld. 24.5.2025 23:28
Steinn reistur við með eins konar blöðrum Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins. 24.5.2025 23:10
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24.5.2025 21:42
Kveður Glerártorg eftir sautján ár Tískuvöruverslunin Imperial kveður Glerártorg eftir að hafa verið starfrækt þar síðan 2008. Eigandinn segir breytta stefnu eigenda Glerártorgs ástæðu flutninganna. 24.5.2025 20:39
Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, úðaði eyrnaspreyi ætluðu hundum ofan í kokið á sér. Hundur hans er í meðferð vegna veikinda í eyrum og fékk lyf í úðaformi sem lítur næstum alveg eins út og algengt hálssprey við kvefeinkennum. 24.5.2025 20:17
„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 24.5.2025 20:06
Dúxinn fjarri góðu gamni Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd. 24.5.2025 19:01
Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir. 24.5.2025 18:17