Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir af sér og flýr land

Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið.

Starbucks kemur ekki til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni

Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum.

Starbucks opnar á Ís­landi

Kaffihúsakeðjan alþjóðlega Starbucks hyggst opna kaffihús á Íslandi innan tíðar. Malasíska félagið Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess.

Öllum sama um sóða­skap í Reykja­vík

Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur, kom að sorptunnum við nýlegar stúdentaíbúðir þar sem Hótel Saga var áður í vægast sagt illa hirtu ásigkomulagi.

Helgi er fundinn heill á húfi

Helgi Ingimar Þórðarson sem hefur verið saknað frá því snemma í morgun er fundinn heill á húfi. Umfangsmikil leit að honum hefur staðið yfir í dag og hefur lögreglan og björgunarsveitarmenn komið að henni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og björgunarbáturinn Þór sömuleiðis ræstur út.

Sérsveitin sat um hús í Mos­fells­bæ í þrjá tíma

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall í Flugumýri í Mosfellsbæ í gærkvöldi vegna tilkynningar um skothvelli sem barst á tíunda tímanum. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru á vettvangi ásamt samningamanni á vegum ríkislögreglustjóra í langan tíma og lokað var fyrir umferð um Skarhólabraut til um eitt í nótt.

Lög­regla lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni. Helgi er 21 árs gamall, 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænan bomberjakka.

Sjá meira