„Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Appelsínugul rafhlaupahjól Zolo voru algeng sjón á götum Reykjavíkur um nokkurt skeið. Vísir/Samsett „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti sem bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja,“ stendur undir stórum vélþýddum flipa á heimasíðu rafskútuleigunnar Zolo sem margir Reykvíkingar kannast eflaust við. Félagið hætti starfsemi í byrjun árs en hefur ekki hafið innreið inn á netfjárhættuspilamarkaðinn, enda kom fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra félagsins af fjöllum þegar blaðamaður bar þetta undir hann. Zolo var brautryðjandi á rafhlaupahjólamarkaðinum þegar hann gerði sig gildan samgöngukost í Reykjavík. Framan af voru það aðallega Hopp og Zolo sem gerðu rafskútur út en fljótt fór að bætast í flóruna og litrík rafhlaupahjól dreifðust um alla borg. Félagið varð hins vegar undir í harðri samkeppni og var afskráð í febrúar á þessu ári. Komu af fjöllum Félagið City Bikes ehf. var stofnað árið 2019 af þeim Helga Ólafssyni og Guðjóni Sverri Rafnssyni og gerði félagið út appelsínugular rafskútur Zolo fram til upphafs þessa árs. Þegar City Bikes ehf., sem hafði þá breytt um nafn, var afskráð vísaði ZoloIceland.is í kennitölu annars félags sem var í eigu Guðjóns Sverris fyrrnefnds, Regndropa ehf., sem annaðist innflutning á kósýgöllum en hefur nú einnig verið afskráð. Casino-flipi heimasíðu Zolo er væntanlega verk nýrra eigenda lénsins.Skjáskot Adam Karl Helgason var framkvæmdastjóri Zolo um nokkurt skeið og setti sömuleiðis upp og sá um heimasíðu félagsins. Það kom honum stórkostlega á óvart þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og sagði honum frá því að heimasíðan, sem ber enn nafn og merki rafhlaupahjólafélagsins, væri nú auglýsingasíða fyrir netspilavíti. „Frábærir móttökubónusar“ Útlit heimasíðunnar hafði breyst talsvert frá því að félagið hætti að greiða fyrir lénið en auglýsir enn rafhlaupahjólaleiguþjónustu sem hefur ekki starfað í þónokkra mánuði. Á meðal flipa síðunnar, við hlið skilmála fyrir rafhlaupahjólaleigu er nú flipinn Casino og smelli maður á hann er umfangsmikill „leiðarvísir“ um netspilavítaflóruna. Á síðunni kemur fram að spilavítamarkaðurinn á Íslandi hafi vaxið hratt og að á ZoloIceland geti maður nálgast áreiðanlegar upplýsingar um hvar Íslendingum bjóðist bestu fjárhættukjörin. Zolo-hjól urðu undir á hörðum rafhlaupahjólamarkaðnum fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Við hjá Zolo Iceland höfum metið og prófað fjölda spilavíta fyrir íslenska notendur. Hér finnur þú umsagnir, samanburð og ráðleggingar sem hjálpa þér að velja besta spilavíti á netinu árið 2025. Hvort sem þú ert að leita að frábærum móttökubónusum, fjölbreyttu leikjavali eða einfaldri innborgun, þá finnur þú allt sem þú þarft til að byrja öruggt og ábyrgt,“ stendur á síðunni. Þar fyrir neðan er hlekkjað á fjölda síðna sem núverandi umsjónarmenn síðunnar vilja meina að bjóði Íslendingum upp á hagstæðustu fjárhættuspilin. Umsjónarmennirnir segjast leggja mikla áherslu á að prófa spilavíti á sanngjarnan og gagnlegan hátt. Neðst á síðunni er svo vitnað í lög um happdrætti á heimasíðu Alþingis. Lénið keypt Adam Karl og Guðjón Sverrir árétta að þeir reki ekki síðuna og hafi ekki gert frá því að félagið var afskráð. Félagið hafi samhliða því að hætta starfsemi hætt að greiða fyrir lénið zoloiceland.is. Leiða má því líkur að því að einhver misprúttinn aðili hafi keypt lénið og nýtt sér vörumerki Zolo til að láta í veðri vaka að íslenskt fyrirtæki gæfi upptöldum netspilavítum gæðastimpil sinn. Þar sem lénið hafði verið keypt og félagið afskráð hafa þeir Adam og Guðjón enga leið til að taka síðuna niður eða breyta innihaldi hennar á neinn hátt. Á heimasíðu Zolo kemur fram að félagið sé rekið á kennitölu Regndropa ehf., annars félags Guðjóns Sverris, sem hann áréttar þó að sé einnig afskráð. Samkvæmt skráningarskírteini zoloiceland.is á heimasíðu Isnic er núverandi eigandi lénsins Chris Maxxa. Hann er skráður til heimilisfangs í bænum San Ġwann í Möltu en algengt er að skrá netspílavíti til heimilis þar í landi vegna rúmrar fjárhættuspilalöggjafar. Íslenskt símanúmer er skráð í skírteinið, hins vegar eru átta tölustafir í því og því svaraði augljóslega enginn þegar blaðamaður hringdi. Fjárhættuspil Rafhlaupahjól Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Zolo var brautryðjandi á rafhlaupahjólamarkaðinum þegar hann gerði sig gildan samgöngukost í Reykjavík. Framan af voru það aðallega Hopp og Zolo sem gerðu rafskútur út en fljótt fór að bætast í flóruna og litrík rafhlaupahjól dreifðust um alla borg. Félagið varð hins vegar undir í harðri samkeppni og var afskráð í febrúar á þessu ári. Komu af fjöllum Félagið City Bikes ehf. var stofnað árið 2019 af þeim Helga Ólafssyni og Guðjóni Sverri Rafnssyni og gerði félagið út appelsínugular rafskútur Zolo fram til upphafs þessa árs. Þegar City Bikes ehf., sem hafði þá breytt um nafn, var afskráð vísaði ZoloIceland.is í kennitölu annars félags sem var í eigu Guðjóns Sverris fyrrnefnds, Regndropa ehf., sem annaðist innflutning á kósýgöllum en hefur nú einnig verið afskráð. Casino-flipi heimasíðu Zolo er væntanlega verk nýrra eigenda lénsins.Skjáskot Adam Karl Helgason var framkvæmdastjóri Zolo um nokkurt skeið og setti sömuleiðis upp og sá um heimasíðu félagsins. Það kom honum stórkostlega á óvart þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans og sagði honum frá því að heimasíðan, sem ber enn nafn og merki rafhlaupahjólafélagsins, væri nú auglýsingasíða fyrir netspilavíti. „Frábærir móttökubónusar“ Útlit heimasíðunnar hafði breyst talsvert frá því að félagið hætti að greiða fyrir lénið en auglýsir enn rafhlaupahjólaleiguþjónustu sem hefur ekki starfað í þónokkra mánuði. Á meðal flipa síðunnar, við hlið skilmála fyrir rafhlaupahjólaleigu er nú flipinn Casino og smelli maður á hann er umfangsmikill „leiðarvísir“ um netspilavítaflóruna. Á síðunni kemur fram að spilavítamarkaðurinn á Íslandi hafi vaxið hratt og að á ZoloIceland geti maður nálgast áreiðanlegar upplýsingar um hvar Íslendingum bjóðist bestu fjárhættukjörin. Zolo-hjól urðu undir á hörðum rafhlaupahjólamarkaðnum fyrr á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Við hjá Zolo Iceland höfum metið og prófað fjölda spilavíta fyrir íslenska notendur. Hér finnur þú umsagnir, samanburð og ráðleggingar sem hjálpa þér að velja besta spilavíti á netinu árið 2025. Hvort sem þú ert að leita að frábærum móttökubónusum, fjölbreyttu leikjavali eða einfaldri innborgun, þá finnur þú allt sem þú þarft til að byrja öruggt og ábyrgt,“ stendur á síðunni. Þar fyrir neðan er hlekkjað á fjölda síðna sem núverandi umsjónarmenn síðunnar vilja meina að bjóði Íslendingum upp á hagstæðustu fjárhættuspilin. Umsjónarmennirnir segjast leggja mikla áherslu á að prófa spilavíti á sanngjarnan og gagnlegan hátt. Neðst á síðunni er svo vitnað í lög um happdrætti á heimasíðu Alþingis. Lénið keypt Adam Karl og Guðjón Sverrir árétta að þeir reki ekki síðuna og hafi ekki gert frá því að félagið var afskráð. Félagið hafi samhliða því að hætta starfsemi hætt að greiða fyrir lénið zoloiceland.is. Leiða má því líkur að því að einhver misprúttinn aðili hafi keypt lénið og nýtt sér vörumerki Zolo til að láta í veðri vaka að íslenskt fyrirtæki gæfi upptöldum netspilavítum gæðastimpil sinn. Þar sem lénið hafði verið keypt og félagið afskráð hafa þeir Adam og Guðjón enga leið til að taka síðuna niður eða breyta innihaldi hennar á neinn hátt. Á heimasíðu Zolo kemur fram að félagið sé rekið á kennitölu Regndropa ehf., annars félags Guðjóns Sverris, sem hann áréttar þó að sé einnig afskráð. Samkvæmt skráningarskírteini zoloiceland.is á heimasíðu Isnic er núverandi eigandi lénsins Chris Maxxa. Hann er skráður til heimilisfangs í bænum San Ġwann í Möltu en algengt er að skrá netspílavíti til heimilis þar í landi vegna rúmrar fjárhættuspilalöggjafar. Íslenskt símanúmer er skráð í skírteinið, hins vegar eru átta tölustafir í því og því svaraði augljóslega enginn þegar blaðamaður hringdi.
Fjárhættuspil Rafhlaupahjól Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira