Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. 6.1.2024 15:37
Skógareldur ógnar vinsælum áfangastað íslenskra ferðamanna Skógareldur logar skammt fyrir utan Altea á Spáni. Altea er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Costa Blanca og mörg sumarhús á svæðinu. 6.1.2024 13:37
Leiðtogi NRA segir af sér Wayne LaPierre framkvæmdarstjóri samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum. Hann er 74 ára gamall og hefur farið fyrir samtökunum í þrjá áratugi. 6.1.2024 10:28
Fjórtán prósent landsmanna höfðu ekki efni á jólunum Fjórtán prósent landsmanna höfðu ekki efni á jólahaldinu og er það fimm prósentustigum fleiri en árið á undan. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup. 6.1.2024 10:07
Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. 6.1.2024 09:35
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1.1.2024 07:34
Danska flutningaskipið varð fyrir annarri árás Danska fragtskipið sem varð í gær fyrir loftárás í Rauðahafinu varð fyrir annarri árás í morgun. Miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, greinir frá þessu. 31.12.2023 11:46
Varar við flughálku víða á morgun Í fyrramálið hlánar á láglendi um land allt og hætt er við að flughált verði víða á vegum á morgun. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. 31.12.2023 11:27
„Þar dönsuðu þeir og sungu álfadans“ Á áramótunum er andrúmsloftið, eins og frægt er, töfrum slungið. Þegar nýja árið hefst fá hinar ýmsu vættir til heilla eða óheilla (þó flestar til óheilla) að leika lausum hala. Í dag eru áramótin kannski fyrst og fremst stór veisla með flugeldum, fínum mat, tertum og skaupsáhorfi en þau hafa ekki alltaf verið svo saklaust tilefni. Þeim hefur ekki einu sinni alltaf verið fagnað á aðfaranótt fyrsta janúar. 31.12.2023 10:45
Nýjar myndir af eldfjallatunglinu Íó NASA deildi í nótt nýjum myndum af Íó tungli Júpíters. Myndirnar voru teknar af svokallaðri JunoCam í geimfarinu Juo sem er um þessar mundir á sveimi um sólkerfið okkar. 31.12.2023 08:43