Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar. 1.2.2025 13:26
Baráttukonur minnast Ólafar Töru Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. 1.2.2025 11:47
Hamas lætur þrjá gísla lausa Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. 1.2.2025 10:34
Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Heimili og atvinnuhúsnæði á Patreksfirði voru rýmd í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Hættustigi var lýst yfir skömmu fyrir ellefu og í kjölfarið voru sjö hús rýmd, eitt þeirra bæjarskrifstofan í bænum. 1.2.2025 09:24
Lögbann sett á tilskipun Trumps Bandarískur alríkisdómari hefur frestað gildistöku forsetatilskipunar Trump um afnám réttinda til bandarísks ríkisborgararéttar við fæðingu um fjórtán daga með bráðabirgðalögbanni. 23.1.2025 21:47
Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis. 23.1.2025 20:38
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23.1.2025 18:15
Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. 23.1.2025 16:47
Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. 23.1.2025 16:15
Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. 23.1.2025 00:03